Um Ísloft

Ísloft, blikk- og stálsmiðja ehf. er, eins og nafnið gefur til kynna, blikksmiðja og þar starfa að jafnaði um 70 manns. Meginhluti starfseminnar er að Bíldshöfða 12-14 í Reykjavík en starfsmenn fyrirtækisins vinna einnig að fjölbreyttum verkefnum um allt land.

Ísloft hefur á undanförnum árum leyst af hendi mörg af stærstu verkefnum hérlendis á sviði loftræsikerfa. Flest verkefnin fær fyrirtækið með því að bjóða í verk sem boðin eru út en tekur líka að sér allskonar verkefni skv. beiðni viðskiptavina og er óhætt að segja að fjölbreyttni í verkefnum sé mikil.


Ísloft hefur ætíð kappkostað að nota fyrsta flokks tæki og byggja upp þekkingu og nýta þannig hefðbundið handverk samhliða bestu fáanlegu tækjum og framleiðslutækni. Með þessu hefur fyrirtækið skapað sér sérstöðu á íslenska markaðinum og hefur þess vegna breiða framleiðslugetu.

Ísloft framleiðir auk loftræsikerfa ýmsa íhluti í slík kerfi m.a. loftræsisamstæður, hljóðgildrur, ristar, þakventla, spjaldlokur, hitafleti ofl.. Einnig framleiðum við hitablásara, eldvarnarhurðir, veggjastoðir, málmklæðningar á þök og veggi ásamt einangrun og klæðningu fyrir hita- og kælilagnir. Loks má nefna innréttingar í hesthús, sérsmíðaða töflu og tengiskápa, eldhúsháfa fyrir stærri eldhús,  o.fl. o.fl.

Ísloft hefur það að leiðarljósi að nýta og auka þann mannauð sem er í  fyrirtækinu og veita viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu.