Stjórntækjadeild

Ísloft ehf starfrækir rafmagnsdeild, sem sérhæfir sig í smíði og uppsetningu á  stýringum og stjórnbúnaði fyrir loftræsi-, hita-, og kælikerfi, ásamt hönnun slíkra kerfa.
Starfsmenn hafa áralanga reynslu á þessu sviði og eru sérþjálfaðir í rekstri og þjónustu á loftræstikerfum og búa yfir þekkingu sem nýtist viðskiptavinum okkar við að ná fram hámarksvirkni úr loftræstikerfinu samhliða því að auka hagkvæmni í rekstri kerfisins.

Reglubundin þjónusta loftræsikerfa er einnig eitt af starfssviðum rafmagnsdeildar

Löggiltur rafvirkjameistari Íslofts er Eyþór Steinsson rafvirkjameistari.